Leiðbeiningar til að tengjast Audi appinu MyAudi

Farðu inn á www.my.audi.com

Veldu „Let´s go“
Veldu „Create account“

Beðið er um netfang og nýtt lykilorð.
Veldur „Confirm“

Að því loknu sendir Audi tölvupóst á netfangið sem slegið var inn. Til að virkja aðganginn þarf að ýta á svarta kassann í tölvupóstinum „Verify your email address”.

Næstu skref:
 1. Veldu „Go to new login area“.
 2. Skráðu inn fornafn og eftirnafn.
  Veldu „Send“.
 3. Veldu „Add my Audi“.
 4. Skráðu inn verksmiðjunúmer bílsins og veldu því næst „Add vehicle“.
  Verksmiðjunúmer bílsins er á framrúðu bílsins, bílstjóramegin að utan.
 5. Næst þarftu að staðfesta skráninguna. Veldu „Verify“.
 6. Fylltu út viðeigandi upplýsingar. Veldu „Confirm“.
 7. Veldu fjögurra stafa leyninúmer (PIN) og smelltu á „Next“.
 8. Nú þarf að staðfesta að uppgefnar upplýsingar séu réttar.
  Þetta er gert með því að slá inn tölvupóstfang (ekki hægt að nota gmail, hotmail, o.þ.h. fríar tölvupóstveitur).
  Einnig er hægt að velja „Dealer“, ef valið er „Dealer“ þarftu að hafa samband við söludeild Heklu.
 9. Hakaðu við „Accept the General Terms & Conditions“ til að samþykkja skilmála.
 10. Veldu „Confirm“.
Þegar þetta hefur verið gert þarf að klára eftirfarandi skref:
 1. Veldu „Start account verification“.
 2. Fylltu út raunakstur bílsins í kílómetrum.
 3. Hakaðu við „I hereby agree with key user conditions regarding the use of vehicle-related connect services“ til að samþykkja skilmála.
 4. Veldu „Next“.
Nú á bíllinn að vera tengdur og þú getur skráð þig inn í MyAudi appið