Fyrirvari

HEKLA kostar kapps um að vel sé vandað til öflunar efnis á þessum vefsíðum og að efnið sé uppfært reglulega. Samt sem áður er efninu einungis ætlað að birta almennar upplýsingar án skuldbindingar af hálfu fyrirtækisins og efnið kemur ekki í stað ýtarlegrar ráðgjafar sölumanna sem ætlað er að leiðbeina væntanlegum kaupanda að taka ákvörðun. Lýsingar á tæknieiginleikum og búnaði bíla ber einungis að líta á sem dæmi. Tæknieiginleikar og búnaður geta verið mismunandi, einkum eftir því í hvaða landi bíll er seldur. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta tæknieiginleikum og búnaði hvenær sem er. Bindandi, nýjustu upplýs­ingar um tæknieiginleika, búnað og aksturseiginleika bíla er einungis hægt að fá hjá viðurkenndum söluaðila eða innflutningsumboði.

HEKLA ábyrgist ekki að upplýsingar á þessum vefsíðum séu fullnaðar­upplýsingar, í samræmi við nýjustu breytingar eða nákvæmar í öllum atriðum og að hægt sé að nálgast þessar upplýsingar hvenær sem er hindrunarlaust.

Þegar vísað er til vefsíðna þriðja aðila (hlekkir), ber HEKLA enga ábyrgð á efni á vefsíðum sem vísað er til. Um leið og notandi smellir á tilvísunarhlekk hættir hann að nota upplýsingaþjónustu HEKLU. Af þeim sökum geta ólíkar reglur gilt um þjónustu þriðja aðila, einkum að því er varðar gagnavernd.

HEKLA undanskilur sig að auki allri ábyrgð vegna tengdra þjónustu­leiða við notkun á vef HEKLU – og þá fyrst og fremst þegar notandi hleður niður skrám sem birtar eru á vefsíðum HEKLU – af völdum smávægilegra mistaka af hálfu starfsmanns HEKLU nema afleiðingar mistakanna varði grundvallarréttindi viðskiptavinar eins og líf, heilsu og líkama eða kröfur tjónþola byggjast á löggjöf um skaðabótaábyrgð vegna gallaðrar vöru eða villandi upplýsinga um hana. Hið sama á við um mistök í starfi umboðs­aðila HEKLU.