Persónuverndarstefna

Kaup og not á Audi-ökutækjum

A. Umfang persónuverndarstefnu

Með þessari persónuverndarstefnu upplýsum við þig um vinnslu persónuupplýsinga þinna hjá AUDI AG, Auto-Union-Straße 1, 85057 Ingolstadt, Deutschland/Þýskalandi („við”, eða „Audi”) í tengslum við kaup og not á Audi-ökutæki. Við munum upplýsa þig um vinnslu á upplýsingum þínum í tengslum við notkun á öðrum vörum og þjónustum, t.d. myAudi og Audi Connect þjónustuleiðir, í aðskildri persónuverndartilkynningu. Þinn Audi-samstarfsaðili mun upplýsa þig með aðskildum hætti um þá gagnavinnslu sem sá aðili framkvæmir.

Almennar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Audi má finna á heimasíðu okkar

Persónuupplýsingar teljast þær upplýsingar sem tengjast ákveðinni eða greinanlegri persónu („skráður aðili”); greinanleg persóna telst sá einstaklingur sem þekkja má, beint eða óbeint, út frá vísunum til nafns, kennitölu, staðsetningu, notandanafns eða vísunum til líkamlegra, lífeðlislegra, erfðafræðilegra, hugrænna, menningar- eða félagslegra eiginleika einstaklingsins.

Vinnsla telst hver sú aðgerð eða aðgerðir sem gerðar eru á persónuupplýsingum eða flokkum persónuupplýsinga, hvort sem er með sjálfvirkum hætti eða ekki. Svo sem söfnun, skráning, flokkun, uppstilling, geymsla, breyting eða staðfæring, uppfletting, lestur, notkun, birting, samþætting eða sameining, lokun eða eyðing.

B. Almennar upplýsingar

I. Hver er ábyrgðaraðili vinnslunnar?

Ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga þinna er:
AUDI AG, Auto-Union-Straße 1, 85057 Ingolstadt, Þýskalandi.

II. Við hvern get ég haft samband?

Viljir þú framfylgja persónuverndarrétti þínum skaltu hafa samband eftir þeim leiðum sem gefnar eru upp á:
https://gdpr.audi.com/. Þar má finna frekari upplýsingar um hvernig skal framfylgja persónuverndarrétti þínum. Þú getur einnig sent beiðni þína með pósti á:
AUDI AG, DSGVO-Betroffenenrechte, 85045 Ingolstadt, Þýskalandi

III. Hvernig hafa má samband við gagnaverndarfulltrúa

Fyrir mál er varða persónuvernd má einnig hafa samband við gagnaverndarfulltrúa okkar, á þínu tungumáli:
AUDI AG, Data Protection Officer, 85045 Ingolstadt, Þýskalandi
E-Mail: datenschutz@audi.de

IV. Hvaða réttindi hef ég?

Öll þau réttindi varðandi persónuupplýsingar og vinnslu þeirra sem lýst er hér að neðan geta verið takmörkuð samkvæmt gildandi reglum ESB eða landslögum. Sem skráður aðili getur þú átt þau persónuverndarréttindi sem tilgreind eru að neðan, með fyrirvara um þá lögsögu sem þú tilheyrir:

1. Réttur til upplýsingar

Þú hefur rétt til að vera upplýst(ur) um þær persónuupplýsingar sem safnað er og hvernig þau eru notuð af okkur, á aðgengilegan hátt og á auðskildu máli. Við áréttum rétt þinn til að vera upplýst(ur) með stefnu þessari, hverrar innihald kann að vera uppfært stöku sinnum.


2. Aðgangur

Þú hefur rétt á staðfestingu á hvaða gögn eru til meðhöndlunar og, eftir atvikum, hvaða gögn um þig Audi geymir og hvernig vinnslu þeirra hefur verið háttað (þ.e. tilgang gagnavinnslu, áætlaðan tíma sem gögnin verða geymd, viðtakendur, eða flokka viðtakenda sem hafa fengið gögnin afhent, gagnaflutning sem Audi hefur framkvæmt o.s.frv.) og hefur rétt á að fá afrit af persónuupplýsingum sem geymdar eru um þig. 

 

3. Leiðréttingar

Þú hefur rétt á því að rangar upplýsingar um þig verði leiðréttar eða að upplýsingar sem vantar verði skráðar án óeðlilegra tafa af hálfu Audi.

 

4. Eyðing

Þú hefur rétt á að persónuupplýsingar þínar sem geymdar eru hjá Audi verði eytt á óeðlilegra tafa, að því gefnu að lagaleg skilyrði séu uppfyllt

Til þessa getur komið. Sérstaklega ef

  • Ekki er lengur þörf á persónuupplýsingum í þeim tilgangi sem þeirra var aflað upphaflega;
  • Eina lagalega heimildin fyrir vinnslu þeirra var samþykki þitt sem þú hefur afturkallað;
  • Þú hefur mótmælt vinnslunni á grundvelli lögmætra hagsmuna á grundvelli persónulegra haga þinna og við getum ekki fundið rétthærri grundvöll fyrir vinnslunni.
  • Vinnslu persónuupplýsinga þinna hefur verið ólöglega háttað; eða
  • Persónuupplýsingum þínum skal eytt að lagalegri kröfu.

Ef við höfum deilt upplýsingum þínum með þriðja aðila munum við upplýsa þá um eyðinguna, að svo miklu leyti sem krafist er að lögum.

Athugaðu að réttur þinn til eyðingar gagna er háður takmörkunum. Til dæmis þurfum við ekki að, né megum við, eyða upplýsingum sem okkur er áfram skylt að geyma samkvæmt lögum. Einnig eru gögn sem við þurfum á að halda vegna reifunar, sóknar eða varnar lagalegra krafna undanskilin rétti þínum til eyðingar.

 

5. Takmörkun vinnslu

Þú hefur rétt á að fá fram, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, takmörkun á vinnslu (þ.e. að persónuupplýsingar þínar verði merktar svo frekari vinnsla þeirra sé takmörkuð). Skilyrðin eru: 

  • Réttmæti persónuupplýsinga þinna er umdeilt og Audi þarf að sannreyna slíkt;
  • Vinnslu hefur verið háttað með ólöglegum hætti, en þú andmælir eyðingu persónuupplýsinga og kýst heldur að notkun þeirra verði takmörkuð; 
  • Audi þarfnast persónuupplýsinga þinna ekki lengur til vinnslu en þú þarf á þeim að halda vegna reifunar, sóknar eða varnar lagalegra krafna, eða,
  • Þú hefur andmælt vinnslunni og beðið er staðfestingar á hvort hagsmunir Audi gangi framar þínum.

Verði vinnsla takmörkuð verða hlutaðeigandi gögn merkt sem slík og verða ekki unnin – utan þess að geyma þau – öðruvísi en með þínu samþykki eða vegna reifunar, sóknar eða varnar lagalegra krafna eða til varnar réttindum annarar persónu eða lögaðila eða vegna mikilvægra hagsmuna Evrópusambandsins eða aðildarríki þess.

Taktu eftir að takmörkun vinnslu persónuupplýsinga getur komið í stað eyðingu þeirra, þar sem slíkt er heimilt að gildandi lögum.

 

6. Færanleiki gagna

Að svo miklu leyti sem við vinnum persónuupplýsingar þínar sjálfvirkt á grundvelli samþykkis þíns eða samnings við þig, átt þú rétt á að fá gögnin afhent á skipulegu, algengu tölvutæku formi og að koma þeim áfram til annars ábyrgðaraðila án hindrunar frá Audi. Þú hefur einnig rétt til að fá persónuupplýsingar þínar fluttar beint frá Audi til annars ábyrgðaraðila þar sem það er tæknilega vænlegt, að því gefnu að það gangi ekki gegn rétti eða frelsi annara.

 

7. Andmæli

Ef vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum byggir á lögmætum hagsmunum eða almannahagsmunum hefur þú rétt til að andmæla á grundvelli þinna eigin haga. Að auki hefur þú ótakmarkaðan andmælarétt ef vinnsla okkar tengist okkar eigin markaðsstarfi. Sjá athugasemd í kaflanum „Upplýsingar um andmælarétt þinn”.

Í vissum tilfellum veitum við þér einnig óskoraðan andmælarétt á grundvelli lögmætra hagsmuna, umfram persónuverndarstillingar þínar, innan umfangs lögmætra hagsmuna. Við munum upplýsa þig um þetta í tengslum við viðkomandi eiginleika eða þjónustu þegar við á.

 

8. Afturköllun samþykkis 

Hafir þú gefið samþykki þitt við vinnslu persónuupplýsinga þinna getur þú afturkallað það hvenær sem er. Vinsamlega athugaðu að afturköllunin á aðeins við til framtíðar Afturköllunin mun ekki hafa áhrif á vinnslu sem þegar hefur farið fram.

 

9. Kvartanir

Að auki hefur þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstofnun um persónuvernd þess efnis að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé ólögmæt. Rétturinn til kvörtunar hefur ekki áhrif á stöðu þína gagnvart öðrum stofnunum eða dómstólum. Heimilisfang eftirlitsstofnuninnar sem hefur lögsögu yfir Audi er: 

Bayerisches Landesamt für Datenschutzaufsicht
Promenade 18
91522 Ansbach
Deutschland/Þýskalandi

 

10. Upplýsingar um andmælarétt þinn 

a) Réttur til andmæla á grundvelli aðstæðna.

Þú hefur rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna á grundvelli aðstæðna þinna. Skilyrði þessa eru að vinnsla upplýsinganna fari fram í þágu almannahagsmuna eða annara lögmætra hagsmuna. Þetta á einnig við um persónusnið. Að svo miklu leyti sem við byggjum vinnslu persónuupplýsinga þinna á lögmætum hagsmunum, gerum við almennt ráð fyrir að sannfærandi grundvöllur geti verið rökstuddur, en við munum að sjálfsögðu skoða hvert tilfelli fyrir sig. Komi til andmæla munum við ekki vinna persónuupplýsingar þínar frekar.

Nema: 

• Við getum sýnt fram á aðkallandi lögmætan grundvöll fyrir slíkri gagnavinnslu sem gangi framar hagsmunum þínum, réttindum og frelsi, eða

• Persónuupplýsingar þínar séu notaðar til reifunar, sóknar eða varnar lagalegra krafna.

 

b) Andmæli komi fram við notkun gagna þinna til beinnar markaðssetningar

Í þeim tilfellum sem við vinnum persónuupplýsingar þínar í tilgangi beinnar markaðssetningar verður þér gert það ljóst í upphafi markaðssetningar og þú hefur rétt til að andmæla slíkri notkun hvenær sem er, og munum við þá hætta vinnslu í tilgangi slíkrar markaðssetningar. Þetta gildir einnig um persónusnið gagna eins og þau tengjast slíkri markaðssetningu. Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna í tilgangi beinnar markaðssetningar munum við hætta vinnslu þeirra í slíkum tilgangi. 

c) Andmæli við vinnslu gagna þinna vegna vöruþróunar og greiningar viðskiptavina

Eins og við kemur lögmætum hagsmunum, veitum við þér aðskilinn rétt til andmæla hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga þinna til vöruþróunar og greiningar viðskiptavina. 

Andmælir þú vinnslu persónuupplýsinga þinna til vöruþróunar og/eða greiningar viðskiptavina munum við hætta vinnslu þeirra í slíkum tilgangi. Hreinar tölfræðigreiningar á sameinuðum eða ópersónugreinanlegum gögnum munu ekki verða fyrir áhrifum af þessu. 

d) Nýting andmælaréttar

Andmæli geta verið lögð fram með hvaða hætti sem er og ættu að berast á það heimilisfang sem útlistað er í kafla B. II.

V. Hvaða gögn vinnum við í hverjum tilgangi og hver er lagalegur grundvöllur vinnslunnar?

Við vinnum gögn þín í samræmi við Almennu persónuverndarreglugerðina („GDPR“), þýsk lög um persónuvernd (Bundesdatenschutzgesetz, „BDSG“), og önnur landslög eftir því sem við á. Hvaða gögn eru unnin, og í hvaða tilgangi, byggjast alfarið á þeirri þjónustu sem við veitum þér. Almennt kunnum við að vinna persónuupplýsingar þínar á eftirfarandi lagagrunni og í eftirfarandi tilgangi:

Tilgangur

Lagagrunnur

Lögmætir hagsmunir

Aðstoð við lögregluyfirvöld í tilfelli þjófnaðar ökutækis með rakningu ökutækis eða varahluta byggt á raðnúmeri ökutækis (VIN)

Almannahagsmunir (6. gr. (1)(e) GDPR)

 

Til að sporna við fjársvikum og peningaþvætti

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Til að uppfylla kröfur laga og reglugerða

Til forvarna, í baráttu gegn og rannsókn á, fjármögnun hryðjuverka og glæpa sem ógna eignum og samanburði við evrópska og alþjóðlega lista yfir hryðjuverkahópa, í samræmi við lög

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Til að uppfylla kröfur laga og reglugerða

Til uppfyllingar stjórn- og tilkynningarskyldna í samræmi við skattalögjöf og varðveitingu gagna

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Til að uppfylla kröfur laga og reglugerða

Til upplýsingar innan ramma stjórnvalds- eða dómsúrskurðar í tilgangi sönnunar, sóknar og framfylgd einkamála fyrir dómi

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Til að uppfylla kröfur laga og reglugerða

Vegna bókhalds- og skattamats í tengslum við rekstur

Til uppfyllingar samnings (6. gr. (1)(b) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR), til uppfyllingar lagaskyldna okkar (6. gr. (1)(c) GDPR)

Til að uppfylla kröfur laga og reglugerða

Endurskoðanir og sérstakar endurskoðanir, innri rannsóknir

Lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Yfirferð og uppfylling samningslegra og lagalegra skuldbindinga Audi, starfsmanna þess, dreifingaraðila, birgja o.s.frv., með verksmiðjunúmeri ökutækis (VIN), ef þörf krefur

Tölfræðigreiningar fyrir stjórnendur, kostnaðargreiningar og -stjórnun

Lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Við höfum lögmætra hagsmuna að gæta að framkvæma greiningar á viðskiptaferlum okkar og kostnaðarstjórnun á grundvelli greininga á sölu- og pantanagögnum samkvæmt sölu tegunda, stöðu pantana, greiningum á umbeðnum útgáfum og búnaði, skýrslum um viðskiptaþætti, með verksmiðjunúmeri ökutækis (VIN), ef þörf krefur.

Framfylgd lagalegra krafna og vörn í lagalegum álitamálum

Lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Við höfum lögmæta hagsmuni af reifun, sókn eða vörn lagalegra krafna.

Fyrirspurn tengiliða í tengslum við GDPR (t.d. gagnaverndarfulltrúi, aðilar sem hafa heimild til að gefa út leiðbeiningar, aðilar sem hafa heimild til að taka á móti leiðbeiningum)

Uppfylling lagaskyldna okkar (6. gr. (1)(c) GDPR, Lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR.

Samstarf við viðskiptafélaga, vænlegt skipulag (GDPR) ferla innan viðskiptasambands, uppfylling krafna laga og reglugerða

Að svo milu leyti sem við vinnum upplýsingar til annara nota eða á öðrum lagagrunni, munum við taka það sérstaklega fram samkvæmt viðeigandi lagagrunni í kafla C.I.

VI. Hverjir fá upplýsingarnar mínar?

Innan Audi fá þeir aðilar afhentar upplýsingarnar þínar sem þurfa þær til að uppfylla kröfur samninga eða reglna og til að verja lögmæta hagsmuni okkar. Þjónustuaðilar okkar (svokallaðir vinnsluaðilar) geta einnig fengið aðgang í þessum tilgangi. Almennt munum við aðeins deila persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila ef það telst nauðsynlegt til að uppfylla samninginn, ef við eða þriðji aðili hefur lögmæta hagsmuni af deilingunni, eða ef þú hefur gefið samþykki þitt. Að auki kann upplýsingum þínum að vera deilt með þriðja aðila (þar á meðal rannsóknar- og löggæslustofnunum) að svo miklu leyti sem okkur væri skylt að gera það samkvæmt lögum, reglugerðum eða dómsúrskurði. Nánari upplýsingar um þá vinnsluaðila sem við vinnum með og aðra viðtakendur sem fá persónuupplýsingar má finna í eftirfarandi köflum B.VI.1, B.VI.2, C.III.1 og C.III.2. Vegna umfangs gagnavinnslu innan Audi er ómögulegt að veita tæmandi lista yfir alla þá viðtakendur sem fá aðgang að persónuupplýsingum þínum í stefnu þessari. Þess vegna eru almennt aðeins teknir fram flokkar þeirra viðtakenda.

1. Vinnsluaðilar

Þeir þjónustuaðilar sem koma fram fyrir hönd Audi (svokallaðir vinnsluaðilar) geta fengið afhent gögn í þeim tilgangi sem greint er frá að ofan. Við notum vinnsluaðila í eftirfarandi flokkum vegna sértækrar þjónustu, en þeir aðilar aðstoða okkur við framkvæmd viðskiptaferla okkar. Nánar tiltekið felur þetta í sér fyrirtæki í eftirfarandi flokkum:
• Ráðstöfun fréttabréfa
• Hýsingarþjónustuaðila

2. Þriðju aðila

Þriðju aðilar geta fengið afhent gögn í þeim tilgangi sem lýst er í kafla B.V.

Ef við deilum gögnum með öðrum vinnsluaðilum eða þriðju aðilum innan afmarkaðrar þjónustu munum við upplýsa þig eins og lýst er í köflum C.III.1 og C.III.2.

3. Er gögnum dreift til þriðja lands?

Færsla gagna til þriðju landa (þ.e. landa utan Evrópusambandsins eða Evrópska Efnahagssvæðisins) kann að eiga sér stað, að því marki sem það getur talist nauðsynlegt til að veita þér þjónustu, er krafist að lögum eða ef þú hefur gefið samþykki þitt. Í sömu tilfellum kunnum við einnig að deila persónuupplýsingum me vinnsluaðilum í þriðju löndum.

Athugaðu að ekki öll þriðju lönd viðhafa viðunandi gagnaöryggi eins og það er skilgreint af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í tilfellum flutnings gagna til þriðju landa þar sem ekki ríkir viðunandi gagnaöryggi munum við tryggja, áður en aðgangur er veittur, að viðtakandinn annaðhvort viðhafi viðunandi gagnaöryggi (t.d. ákvörðun um viðunandi öryggi frá framkvæmdastjórn ESB eða samþykkt viðtakanda á viðeigandi samningum Evrópusambandsins), eða við höfum fengið upplýst samþykki þitt.

Þú getur fengið afrit frá okkur af sérstökum gildandi eða samþykktum reglum til að tryggja fullnægjandi gagnavernd. Notaðu upplýsingarnar í kaflanum Hafa samband til þess.

Upplýsingar um gagnafærslur til þriðju landa, eftir því sem við á, eru gefnar upp í þessum kafla eða í kaflanum C.III.3. með tilliti til einstaka þjónustu.

VII. Hversu lengi verða upplýsingarnar mínar geymdar?

Við geymum upplýsingarnar þínar eins lengi og nauðsynlegt er talið til að veita þér þjónustu okkar eða svo lengi sem við höfum lögmætra hagsmuna að gæta af frekari geymslu þeirra, einkum vegna bilanaleitar.

Að auki erum við háð ýmsum varðveislu- og skjalaskyldum, sem leiðir meðal annars af þýskri viðskiptalöggjöf (Handelsgesetzbuch, „HGB“) og þýskri skattalöggjöf (Abgabenordnung, „AO“). Þessi tímabil sem skilgreind eru fyrir varðveislu og skjalavörslu eru allt að tíu ár. Loks er geymslutími einnig metinn eftir lögbundnum fyrningarfresti, sem geta verið allt að þrjátíu ár, t.d. samkvæmt 195. gr. frv. þýskra borgaralaga (Bürgerliches Gesetzbuch, „BGB“), en vanalegur fyrningarfrestur er þrjú ár.

Undir vissum kringumstæðum gæti einnig þurft að varðveita gögn þín til lengri tíma, svo sem þegar svokallað lagaleg varsla eða réttarvarsla (þ.e. bann við eyðingu gagna á meðan málsmeðferð stendur) er fyrirskipuð í tengslum við mál sem tekin eru fyrir í stjórnsýslu- eða fyrir dómstólum.

Við gætum einnig verið háð varðveislu- og skjalaskyldum til að uppfylla gildandi löggjöf í þínu landi.

Að því marki sem hægt er að afla frekari upplýsingar, getur þú fundið frekari upplýsingar um varðveisluskyldur í kafla C.IV með tilliti til einstaka þjónustu.

C. Vinnsla þar sem Audi er eini ábyrgðaraðili

I. Hvaða gögn vinnum við í hverjum tilgangi og hver er lagalegur grundvöllur vinnslunnar?
1. Reglar

a) Almennt

Það eru reglar uppsettir í ökutækinu þínu. Reglar vinna úr upplýsingum sem þeir fá til að mynda frá skynjurum ökutækisins eða sem þeir sjálfir mynda eða skiptast á innbyrðis. Sumir reglar eru nauðsynlegir til að tryggja örugga notkun ökutækisins, aðrar aðstoða þig við akstur (hjálparkerfi fyrir ökumenn) og aðrar stuðla að virkni þæginda- eða upplýsinga- og afþreyingaraðgerða.

Hér að neðan finnur þú almennar upplýsingar um gagnavinnslu í ökutækinu þínu. Sérstakar upplýsingar um persónuverndartilkynningar fyrir einstaka eiginleika eru veittar í rekstrarhandbók ökutækisins þíns, sem hægt er að nálgast á netinu og gæti einnig, ef við á, verið tiltæk á stafrænu formi í ökutækinu þínu.

b) Persónugreinanleg gögn

Hverju ökutæki er úthlutað einkvæmu verksmiðjunúmeri. Í Þýskalandi og, eftir atvikum, í öðrum viðkomandi lögheimilislöndum, er hægt að nota þetta verksmiðjunúmer ökutækis („Vehicle Identification Number“, VIN) til að afla upplýsingar um núverandi og fyrri eigendur ökutækisins frá ökutækjaeftirlitinu (Samgöngustofu) (í Þýskalandi er það „ Kraftfahrtbundesamt“) eða frá viðkomandi yfirvöldum. Einnig eru aðrar leiðir til að nota upplýsingar sem safnað er úr ökutækinu til að afla upplýsinga um eiganda eða ökumann ökutækisins, t.d. með skrásetningarmerki (bílnúmeri).

Gögnin sem reglar búa til eða vinna úr geta því verið persónugreinanlegar upplýsingar eða geta við ákveðnar aðstæður orðið persónugreinanlegar. Það fer eftir tiltækum gögnum um ökutæki, en það getur verið hægt að draga ályktanir, til dæmis um aksturshegðun þína, staðsetningu þína eða ökuleið eða notkunarhegðun þína.

c) Lögboðnar kröfur um upplýsingagjöf

Með tilliti til þeirra lagaákvæða sem eru fyrir hendi er framleiðendum skylt, í einstökum málum, að fara að beiðnum ríkisstofnana sem biðja framleiðendur um að gefa upp gögn sem þeir geyma að því marki sem nauðsynlegt reynist (t.d. til að aðstoða við rannsókn á refsiverðu broti).

Innan gildissviðs gildandi laga er ríkisstofnunum einnig heimilt að lesa gögn úr ökutækjunum sjálfum í einstökum málum. Til dæmis, ef slys verður, er hægt að lesa gögn úr loftpúðareglinum til að aðstoða við rannsókn slyssins.

2. Rekstrarupplýsingar í ökutækinu

Reglar vinna úr upplýsingum til að stýra ökutækinu. Þar má nefna til dæmis:
 Upplýsingar um stöðu ökutækis (t.d. hraða, hraðaminnkun, hliðarhröðun, hraði hjólasnúninga, hvort verið sé að nota sætisbelti),
 Umhverfisaðstæður (t.d. hitastig, rigningarskynjari, fjarlægðarskynjari).

Þessar upplýsingar eru tímabundnar og því ekki geymdar að rekstri ökutækis loknum og eingöngu unnar í ökutækinu sjálfu. Reglar innihalda oft gagnavistunareiningar (að meðtölum lykli ökutækisins). Þeir eru notaðir til að skrá tímabundið eða með varanlegum hætti upplýsingar um ástand ökutækis, álag á kerfishlutum, viðhaldsþörf, tækniatvik og bilanir.

Eftirfarandi upplýsingar eru vistaðar eftir því hvernig tæknibúnaður er notaður:
 Rekstrarstaða kerfishluta (t.d. fyllingarstig, loftþrýstingur í dekkjum, staða rafhlöðunnar),
 Bilanir og gallar í nauðsynlegum kerfishlutum (t.d. ljós, bremsur),
 Hvernig kerfið bregst við sérstökum aðstæðum í akstri (t.d. notkun loftpúða, notkun á stöðugleikastýrikerfi),
 Upplýsingar um atvik sem valda skemmdum á ökutæki,
 Fyrir rafknúin ökutæki, hleðslustaða háspennurafhlöðunnar, áætluð drægni.

Í sérstökum tilfellum (t.d. ef ökutæki hefur greint bilun) getur reynst nauðsynlegt að geyma upplýsingar sem annars myndu vera vistaðar tímabundið.

Ef þú nýtir þér þjónustu (t.d. viðgerðarþjónustu, viðhaldsvinnu) getur reynst nauðsynlegt eftir því sem við á að lesa og nota vistaðar rekstrarupplýsingar ásamt verksmiðjunúmeri ökutækisins. Starfsmaður þjónustunetsins (til dæmis vélvirkjar, framleiðandi) eða þriðju aðilar (t.d. bilanaþjónustustöðvar) geta lesið upplýsingarnar úr ökutækinu. Sama á við um ábyrgðarmál og ráðstafanir í tengslum við gæðastjórnun.

Gögnin eru almennt lesin út í gegnum lögbundna tengingu við OBD („On-Board Diagnosis“, greining um borð) í ökutækinu. Lesnar rekstrarupplýsingar skrá tæknilega stöðu ökutækis eða einstakra kerfishluta og styðja við bilanagreiningu, hlítni við viðhaldsskuldbindingar og við gæðaumbætur. Þessar upplýsingar, einkum upplýsingar um álag á kerfishluta, tæknileg atvik, rekstrarvillur og aðrar bilanir, eru sendar til framleiðanda ásamt verksmiðjunúmeri ökutækisins, ef þörf er á. Framleiðandinn er einnig háður vöruábyrgð. Framleiðandinn notar einnig rekstrarupplýsingar úr ökutækinu þegar upp koma innkallanir. Einnig má nota þessar upplýsingar til að yfirfara ábyrgðarkröfur viðskiptavina.

Villuvistunareiningar í ökutækinu kunna að vera endurstilltar af þjónustumiðstöð sem hluta af viðgerðum eða þjónustuaðgerðum eða að beiðni þinni.

3. Þæginda- eða upplýsinga- og afþreyingaraðgerðir

Hægt er að vista þægindastillingar og sérsniðnar stillingar í ökutækinu, ásamt því að geta breytt þeim eða endurstillt þær hvenær sem er. Það fer eftir viðkomandi búnaði en þar má nefna t.d.
 Stillingar fyrir stöðu sætis og stýris,
 Stillingar fyrir undirvagn og hitastilling,
 Sérsniðanar stillingar svo sem lýsing inni í ökutæki.

Innan valins búnaðar er hægt að bæta inn eigin upplýsingum í upplýsinga- og afþreyingaraðgerðum ökutækisins. Það fer eftir viðkomandi búnaði en þar má nefna t.d.
 Margmiðlunargögn, svo sem tónlist, myndbönd eða ljósmyndir sem hægt er að spila í innbyggðu margmiðlunarumhverfi,
 Upplýsingar úr heimilisfangaskránni eru notaðar með innbyggðu handfrjálsu símkerfi eða leiðsögukerfi.
 Áfangastaðir færðir inn í leiðsögukerfi,
 Upplýsingar um notkun netþjónustu.

Slíkar þæginda- og upplýsinga- og afþreyingaraðgerðir er hægt að vista með staðbundnum hætti í ökutækinu eða á tæki sem þú hefur tengt við ökutækið (t.d. snjallsíma, USB-lykli eða MP3-spilara). Ef þú hefur fært upplýsingarnar inn sjálf(ur) þá getur þú eytt þeim hvenær sem er.

Slíkar upplýsingar eru aðeins sendar úr ökutækinu ef þú ferð fram á slíkt, sérstaklega varðandi notkun netþjónustu í samræmi við þær stillingar sem þú hefur valið. Frekari upplýsingar um netþjónustu er að finna í kafla 2 persónuverndartilkynningar MMI.

4. Samþætting snjallsíma, til dæmis, Android Auto eða Apple CarPlay

Ef ökutækið þitt er útbúið nauðsynlegum búnaði er hægt að tengja snjallsíma eða annan farsíma við ökutækið til að stýra stjórnbúnaði sem er innbyggður í ökutækið. Ef þú gerir það þá getur þú streymt myndbönd og hljóð úr snjallsímanum þínum í gegnum margmiðlunarkerfið. Samtímis verða ákveðnar upplýsingar sendar í snjallsímann þinn. Það fer eftir tegund samþættingar, en þetta getur falið í sér t.d. staðsetningargögn, dag-/næturham og aðrar almennar upplýsingar um ökutæki. Frekari upplýsingar er að finna í rekstrarhandbók ökutækisins eða í upplýsinga- og afþreyingarkerfiinu.

Samþættingin gerir notanda kleift að nota valin snjallsímaforrit, svo sem leiðsögukerfi eða spila tónlist. Það eru engin frekari samskipti á milli snjallsímans og ökutækisins og það má undirstrika að það er enginn virkur aðgangur að ökutækjaupplýsingum. Tegund annarrar gagnavinnslu er ákvörðuð af veitanda appsins sem notað er. Hvort og hvaða stillingar þú getur stillt fer eftir viðkomandi appi og stýrikerfi snjallsímans þíns.

5. Þjónustur á netinu

Ef ökutækið þitt er með þráðlausa nettengingu þá getur ökutækið þitt skipts á gögnum við önnur kerfi (gagnaþjóna Audi eða gagnaþjóna þjónustuaðila). Í ákveðnum löndum er þráðlausa nettengingin virkjuð með sendi- og móttökueiningu um borð (sem við setjum upp) eða farsíma sem þú útvegar (til dæmis snjallsíma). Með þessari þráðlausu nettengingu er hægt að nýta sér eiginleika og aðgerðir yfir internetið (upplýsinga- og stjórnþjónustu fyrir ökutækið þitt). Inni í þessu er falið þjónustur á netinu og öpp sem við eða aðrir veita þér („Tengiþjónusta Audi“ eða „þjónustur“).

Frekari upplýsingar um netþjónustu er að finna í kafla 2 persónuverndartilkynningar MMI.

Athugaðu að þjónustan sem hér er talin upp eru kannski ekki fáanleg að öllu leyti í þínu ökutæki eða landi.

a) Þjónustur framleiðanda

Varðandi Audi þjónustur á netinu er lýsing á viðkomandi aðgerðum veitt á hentugum stað (t.d. MMI, vefsíðu Audi) ásamt tilheyrandi persónuverndarupplýsingu. Það kann að vera að unnið sé úr persónuupplýsingum til að veita þjónustu á netinu. Þessum gögnum verður deilt um örugga tengingu, til dæmis í gegnum upplýsingatæknikerfi framleiðanda sem hafa verið uppsett í þessum tilgangi. Persónuupplýsingum er einungis safnað, úr þeim unnið og þær notaðar utan þjónustusviðs á grundvelli lagaheimildar, til dæmis sem hluti af lögbundnu neyðarboðkerfi, ef fyrir liggur samningur eða samþykki liggur fyrir.

Þú getur látið virkja eða óvirkja þjónustur og aðgerðir (sem sumar eru gjaldskyldar) og háð því ökutæki sem notað er einnig hægt í sumum tilfellum að virkja eða óvirkja þráðlausu nettenginguna í heild sinni. Þetta felur ekki í sér lögbundna eiginleika og þjónustu, svo sem neyðarboðkerfi.

b) Þjónustur þriðju aðila

Ef þú notar netþjónustu annarra þjónustuaðila (þriðju aðila) þá telst slík þjónusta á ábyrgð viðkomandi þjónustuaðila og er háð persónuverndarskilmálum og notkunarskilmálum þeirra. Almennt séð höfum við engin áhrif á þær upplýsingar sem er deilt.

Þú getur fengið að vita meira um gerð, umfang og tilgang þeirra persónuupplýsinga sem safnað er og notaðar eru þegar verið er að nota þjónustu þriðja aðila frá viðkomandi þjónustuveitanda.

6. Hvaða aðrar upplýsingar vinnum við og hvar eiga slíkar upplýsingar uppruna sinn?

Við vinnum persónuupplýsingar sem við fáum beint frá þér á meðan á viðskiptasamband okkar stendur yfir, þ.e. við upphaf, framkvæmd og umsjón (ásamt vinnslu hugsanlegra ábyrgðartilfella) með kaupum þínum á ökutæki eða annarri vöru eða þjónustu, þ.e.a.s. fyrir ökutækið sem þú kaupir. Að auki vinnum við – sé þess er krafist í tengslum við ökutækjakaupin (til dæmis í tengslum við framleiðslu ökutækja, afhendingu ökutækja, veitingu yfirtekinnar þjónustu) – persónuupplýsingar sem við höfum aflað með lögmætum hætti frá öðrum fyrirtækjum innan Audi eða VW Group samstæðunnar eða frá öðrum þriðja aðila (til dæmis umboðsaðilum Audi, verkstæði o.s.frv., til dæmis til að framkvæma pantanir, uppfylla ákvæði samninga eða á grundvelli samþykkis þíns). Einnig vinnum við úr persónuupplýsingum sem við höfum aflað með lögmætum hætti og höfum heimild til að vinna úr og eru fengnar frá opinberum aðilum.

Viðkomandi persónuupplýsingar innihalda vanalega persónuupplýsingar (nafn, heimilisfang og önnur samskiptagögn (t.d. sími, tölvupóstur), fæðingardag og -stað og þjóðerni). Að auki geta frekari persónuupplýsingar verið unnar eftir tegund ökutækis.

Að auki er verksmiðjunúmer ökutækisins notað sem einkvæmt auðkenni fyrir ökutækið þitt ef upp koma hugsanlega ábyrgðartilvik meðan á framleiðslu eða afhendingu stendur, fyrir innra gæðaeftirlit okkar og ef ökutækinu er stolið.

a) Upplýsingar sem við fáum frá þér sem hluta af viðskiptasambandi okkar

• frumupplýsingar (titill, kyn, nafn, viðskiptamannanúmer, heimilisfang, tilkynningardagur og, þar sem við á, fyrri heimilisföng, fæðingardagur, -staður, -land og, þar sem við á, fæðingarnafn, þjóðerni, hjúskaparstaða, símanúmer og netföng)
• faglegar tengiliðaupplýsingar (t.d. heimilisfang, netfang og símanúmer fyrirtækis, deildar)
• reikningsupplýsingar (IBAN, BIC, reikningsnúmer, flokkunarnúmer, lánastofnun, reikningseigandi)
• samningsupplýsingar (auðkenni samnings, ítarupplýsingar um samningsferli (t.d. gögn um greiðslusögu, færslu samnings, uppsögn), gögn um umbeðin lán (t.d. upphæð, tímabil, útistandandi skuldir) og aðrar upplýsingar um samninga þína í tengslum við vörur okkar og þjónustu)
• Verksmiðjunúmer ökutækis (VIN)
• Í tengslum við þjónustu í tengslum við ökutæki upplýsingar sem eru sértækar fyrir það ökutæki og veitt þjónusta (viðskiptavinasaga, ökutækissaga)
• Tæknilegar upplýsingar úr frá rekstri ökutækisins
• Heilsufarsupplýsingar (einnig þegar pöntuð eru sérstök ökutæki)

b) Upplýsingar sem við fáum frá samstarfsaðilum Audi

• Upplýsingar sem samstarfsaðili Audi sendir Audi í tengslum við viðgerðir og stoðþjónustu
• Upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að sannreyna lagalegar eða samningsbundnar kröfur/spurningar frá viðskiptavinum (sérstaklega varðandi ábyrgðarmál)
• Upplýsingar sem samstarfsaðili Audi sendir Audi til að yfirfara og meðhöndla kröfurnar
• Upplýsingar sem þarf til að hægt sé að sækja ökutæki viðskiptavinar með beinum hætti frá Audi
• Upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að samstarfsaðilar Audi geti tekið þátt í bóta- og/eða bónusáætlunum Audi
• Upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að krefjast sérstakra skilyrða, t.d. sérstakir viðskiptavinahópar (t.d. ökuskólar, o.s.frv.)
• Upplýsingar sem þarf til að uppfylla lagalegar skyldur (þar á meðal vöruathuganir) gagnvart Audi
• Upplýsingar sem Audi þarf á að halda sem hluta af gæðastjórnunar- eða gæðaumbótaferli og fyrir vöruhagræðingu og frekari vöruþróun

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum í tengslum við kaup og síðari notkun á ökutækjum frá Audi á grundvelli eftirfarandi laga og í eftirfarandi tilgangi:

Tilgangur

Lagagrundvöllur

Lögmætir hagsmunir

Pöntun, framleiðsla og afhending á ökutæki

Uppfylling samnings (sölu-/leigu- eða langtímaleigusamningar ökutækja) (6. gr(1)(b) GDPR) eða lögmætra hagsmuna (6. gr(1)(f) GDPR), ef þú ert ekki sjálf(ur) samningsaðili

----

Birting nafns þíns á skjám fyrir afhendingu ökutækis þegar þú sækir bílinn til Audi á afhendingardegi

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Persónuleg ávörp viðskiptavina okkar og þjónustustuðningur til að tryggja skilvirka tímaáætlun fyrir afhendingardag (áminning og upplýsingar um komandi atriði á dagskrá einstakra viðskiptavina fyrir afhendingardag og leiðsögn; t.d., auk þess að sækja ökutækið, ef hægt er að taka þátt í heimsókn í verksmiðjuna eða heimsókn í ökusafn Audi) og upplýsingar um frestun eða tafir á einstökum atriðum á dagskrá

Útvegun sérstaks búnaðar fyrir fatlaða viðskiptavini

Uppfylling samnings (sölu-/leigu- eða langtímaleigusamningar ökutækja) (6. gr(1)(b) GDPR) eða lögmætra hagsmuna (6. gr(1)(f) GDPR), ef þú ert ekki sjálf(ur) samningsaðili og samþykki liggur fyrir

----

Að vinna úr áhyggjuefnum þegar haft er samband við okkur eða þjónustuver okkar, einkum kvartanir viðskiptavina og fyrirspurnir viðskiptavina

Uppfylling samnings (sölu-/leigu- eða langtímaleigusamningar ökutækja) (6. gr(1)(b) GDPR) eða lögmætra hagsmuna (6. gr(1)(f) GDPR), ef þú ert ekki sjálf(ur) samningsaðili,

Skilvirk úrvinnsla áhyggjuefna þinna og svör við fyrirspurnum þínum

Veiting annarrar pantaðrar þjónustu og framkvæmd pantana þinna og framkvæmd ráðstafana og athafna sem falla undir umfang aðgerða áður en samningur er gerður (til dæmis ný ökutæki)

Uppfylling samnings (sölu-/leigu- eða langtímaleigusamningar ökutækja) (6. gr(1)(b) GDPR) eða lögmætra hagsmuna (6. gr(1)(f) GDPR), ef þú ert ekki sjálf(ur) samningsaðili

 

Villugreining (þar á meðal greining á breytingum á ökutækjum) og skoðun og meðferð ábyrgðarkrafna á hendur Audi ef slíkt kemur upp

Uppfylling samnings (sölu-/leigu- eða langtímaleigusamningar ökutækja) (6. gr(1)(b) GDPR) eða lögmætra hagsmuna (6. gr(1)(f) GDPR), ef þú ert ekki sjálf(ur) samningsaðili

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Ef það eru ríkar sannanir fyrir því að mistök sem gerð hafi verið á ábyrgðartímanum hafi verið sjálfsköpuð vegna breytinga á ökutækinu (stillingar, breytingar o.s.frv.), hefur Audi lögmæta hagsmuni af því að staðfesta það

Stuðningur af hálfu umboðsaðila Audi við villigreiningu (þar á meðal greining á breytingum á ökutækjum) og skoðun og meðferð ábyrgðarkrafna á hendur umboðsaðila Audi ef slíkt kemur upp

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

– Skilvirk villugreining til að geta leiðrétt villur;

– Stuðningur umboðsaðila Audi við að uppfylla lagalegar skyldur sínar gagnvart þér;

Ef það eru ríkar sannanir fyrir því að mistök sem gerð hafi verið á ábyrgðartímanum hafi verið sjálfsköpuð vegna breytinga á ökutækinu (stillingar, breytingar o.s.frv.), hafa Audi og umboðsaðili Audi lögmæta hagsmuni af því að staðfesta það; miðla upplýsingum til viðkomandi umboðsaðila í tengslum við ábyrgðarmál til að hægt sé að gera upp kostnaðinn innanhúss.

Vöruþróun

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Notkun upplýsinga í tengslum við sértækar bilanir í ökutækjum og um almenna notkun á ökutækjum til frekari þróunar á ökutækjum og eiginleikum

Umbætur á þjófavörn

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Mat á gögnum sem safnað var við rannsóknir á þjófnaði til almennra umbóta á þjófavarnaaðgerðum ökutækja

Meðhöndlun á kröfum umboðsaðila Audi og innflutningsaðila Audi vegna bóta- og bónusáætlana

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Hlýtni við lagakröfur umboðsaðila Audi og innflutningsaðila Audi

Vörueftirlit og uppfylling annarra lögbundinna skyldna

Uppfylling lagaskyldna (6. gr. (1)(c) GDPR

 

Gæðaeftirlit í gegnum viðeigandi vörueftirlit og skjalahald (þar á meðal fyrirbyggjandi kvartanastjórnun með beinum samskiptum við þig), vöruábyrgð, innköllunarherferðir

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Eftirlit með gæðum vöru og forvarnir gegn vörutjóni, fyrirbyggjandi kvartanastjórnun

Uppfylling opinberra krafna (t.d. innköllunarherferðir ökutækjaeftirlitsins eða annarra lögmætra yfirvalda í þínu landi)

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Uppfylling lagalegra og opinberra krafna

Stuðningur við viðskiptavini og væntanlega viðskiptavini

Samþykki (6. gr. (1)(a) GDPR)

 

----

Könnun til viðskiptavina (þ.m.t. ánægjukönnun)

Til að uppfylla lagaskyldur okkar (6. gr. (1)(c) GDPR), lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Gæðastjórnun og mælingar á ánægju viðskiptavina

Sköpun viðskiptavinaupplýsinga og beinar auglýsingar sérsniðnar að þér persónulega

Samþykki (6. gr. (1)(a) GDPR)

----

Sameining upplýsinga milli Audi og samstarfsaðila Audi til að búa til samræmdan gagnagrunn yfir viðskiptavini

Samþykki (6. gr. (1)(a) GDPR)

lögmætir hagsmunir (6. gr. (1)(f) GDPR)

Uppsetning gildandi og samræmds gagnagrunns yfir viðskiptavini hjá þeim samstarfsaðila Audi sem þú hefur valið eða haft samband við

Skutlþjónusta, útvegun varahluta

Uppfylling samnings (6. gr. (1)(b) GDPR)

----

Skipulagning fjármögnunar og útleigu,

Skráning ökutækis, reynsluakstur

Uppfylling samnings (6. gr. (1)(b) GDPR)

----

II. Ber mér skylda til að veita upplýsingar?

Innan gildisramma viðskiptasambandsins ber þér eingöngu skylda að láta okkur í té þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að viðskiptasamband okkar geti farið fram með tilliti til kaupa og nota á ökutæki frá Audi eða þær upplýsingar sem okkur ber lagalega skylda til að safna. Án þessara upplýsinga þyrftum við almennt að neita að gera samninginn eða framkvæma pöntunina, annars værum við ekki lengur fær um að framkvæma núverandi samning og gæti þurft að segja honum upp.

III. Hverjum eru gögnin mín afhent?

Vegna umfangs gagnavinnslu innan Audi er ekki hægt að veita tæmandi lista yfir alla þá viðtakendur sem fá aðgang að persónuupplýsingum þínum í stefnu þessari. Því er almennt aðeins greint frá flokkum viðtakenda.

1. Vinnsluaðilar

Hjá Audi fá þeir aðilar afhentar upplýsingarnar þínar sem þurfa þær til að uppfylla kröfur samninga eða laga og til að verja lögmæta hagsmuni okkar.
Þeir þjónustuaðilar sem koma fram fyrir hönd Audi ( svokallaðir vinnsluaðilar) geta fengið afhent gögn í þeim tilgangi sem greint er frá að ofan. Við notum vinnsluaðila í eftirfarandi flokkum vegna sértækrar þjónustu, en þeir aðilar aðstoða okkur við framkvæmd viðskiptaferla okkar. Nánar tiltekið felur þetta í sér fyrirtæki í eftirfarandi flokkum:
• Ráðstöfun fréttabréfa
• Hýsingarþjónustuaðila

2. Þriðju aðilar

Persónuupplýsingum þínum verður aðeins deilt með þriðju aðilum að því marki sem slíkt telst nauðsynlegt fyrir uppfyllingu samningsins, eða ef við eða þriðji aðili hefur lögmæta hagsmuni af því að greina frá þeim upplýsingum, eða ef þú hefur gefið samþykki þitt. Þetta á til dæmis við ef við ráðum flutningsþjónustuaðila til að afhenda ökutækið þitt eða aðrar vörur. Að auki kunna upplýsingar að vera fluttar til þriðja aðila til að uppfylla lagaákvæði eða aðfararhæfa reglugerð eða dómsúrskurð.

Þriðju aðilar sem við gætum framsent persónuupplýsingar þínar til þar sem lagalegur grundvöllur er fyrir hendi, óháð þjónustuveitingu okkar, eru m.a.
• Umboðsaðilar Audi,
• Audi Bank,
• Ytri ráðgjafar Audi (t.d. lögmenn, skattaráðgjafar og endurskoðendur),
• Tryggingaraðilar,
• Yfirvöld starfandi innan sinnar lögsögu (t.d. skattstofa, lögregla, ríkissaksóknari),
• Dómstólar,
• Aðrir þriðju aðilar ef þú biður okkur um að áframsenda upplýsingar og veitir samþykki þitt fyrir því.

Í tengslum við gæðaeftirlit, gæðastjórnun og villugreiningu gæti verið að við flytjum verksmiðjunúmer ökutækisins og viðeigandi tæknigögn sem tengjast ökutækinu til annarra fyrirtækja í Volkswagen-samsteypunni, framleiðslustöðva (Spáni, Ungverjalandi, Belgíu, Mexíkó, Slóvakíu, Rússlandi, Brasilía, Indlandi og Kína) og/eða birgja varahluta fyrir ökutækið.

Til að nálgast einstaka viðskiptavini eða ef samstarfsaðili Audi býr til einstaklingsbundnar viðskiptavinaupplýsingar á grundvelli sölu- og pöntunargagna eða byggðar á áhugamálum þínum, t.d. til að hafa samband varðandi tilboð á aukahlutum, (eftirfylgni) vörum eða endurbótahlutum, sendum við eftirfarandi upplýsingar til samstarfsaðila Audi sem þú notaðir til að hafa samband við, að svo miklu leyti sem þú hefur gefið samþykki þitt: einkasambandsupplýsingar, fagsambandsupplýsingar og auðkenningar-, samnings- og ökutækjaupplýsingar.

3. Eru upplýsingarnar mínar sendar til þriðja lands?

Sem hluti af framleiðsluferlinu munum við flytja verksmiðjunúmer ökutækis framtíðarökutækis þíns, ef þörf krefur, til framleiðslustöðvarinnar í þriðja landi (Mexíkó, Rússlandi, Brasilíu, Indlandi og Kína). Í tengslum við gæðaeftirlit, gæðastjórnun og villugreiningu gæti verið að við flytjum verksmiðjunúmer ökutækisins og viðeigandi tæknigögn sem tengjast ökutækinu til annarra fyrirtækja í Volkswagen-samsteypunni, framleiðslustöðva og/eða birgja varahluta fyrir ökutækið.

IV. Hversu lengi verða upplýsingarnar mínar geymdar?

Við geymum upplýsingarnar þínar svo lengi sem þær teljast nauðsynlegar til að veita þér þjónustu okkar eða ef við höfum lögmætra hagsmuna að gæta af frekari geymslu þeirra.

Að auki erum við háð ýmsum varðveislu- og skjalaskyldum, sem leiðir meðal annars af þýskri viðskiptalöggjöf (Handelsgesetzbuch, „HGB“) og þýskri skattalöggjöf (Abgabenordnung, „AO“). Þessi tímabil sem skilgreind eru fyrir varðveislu og skjalavörslu eru allt að tíu ár. Loks er geymslutími einnig metinn eftir lögbundnum fyrningarfresti, sem geta verið allt að þrjátíu ár, t.d. samkvæmt 195. gr. frv. þýskra borgaralaga (Bürgerliches Gesetzbuch, „BGB“), en vanalegur fyrningarfrestur er þrjú ár.

Undir vissum kringumstæðum gæti einnig þurft að varðveita gögn þín til lengri tíma, svo sem þegar svokallað lagaleg varsla eða réttarvarsla (þ.e. bann við eyðingu gagna á meðan málsmeðferð stendur) er fyrirskipuð í tengslum við mál sem tekin eru fyrir í stjórnsýslu- eða fyrir dómstólum.

Við gætum einnig verið háð varðveislu- og skjalaskyldum til að uppfylla gildandi löggjöf í þínu landi.