Rauf fyrir SIM-kort er undir armpúðanum á milli framsætanna.
Þegar SIM-kortið er komið í bílinn gerðu þá eftirfarandi:
- Velja „Home”.
- Velja „Settings”.
- Velja „Connection Settings”.
- Velja „Mobile Network”.
- Athuga hvort að hak er í „Data Roaming”.
o Ef ekki þá haka við það.
Ef að kortið er frá Vodafone þarf að gera eftirfarandi:
- Velja „Home“.
- Velja „Settings“.
- Velja „Connection Settings“.
- Velja „Mobile Network“.
- Velja „APN“. – „Access Point Name“.
- Þar stendur gprs.is – í staðinn þarf að setja vmc.gprs.is
- Velja „Use Settings“.
Þegar það er klárt getur þú kveikt á gervihnattarkorti í gegnum leiðsögukerfið – með því að kveikja á því birtast hraðhleðslustöðvar í leiðsögukerfinu.*
Það er gert á eftirfarandi hátt:
- Velja „NAV”.
- Smella á tannhjólið efst í hægra horninu.
- Velja „Map Settings”.
- Bíða í nokkrar mínútur þar til þú getur fært hakið við „Satellite Map”.
Þegar hakið er komið í þar getur þú farið til baka og eftir stutta stund sérðu uppfærslu á kortinu.
*Til þess að hraðhleðslustöðvarnar birtist þarf einnig að vera með aðgang að myAudi appinu.