Okkar loforð er að vísa veginn. Aldrei fyrr hefur okkur tekist að koma fram með jafnheildstæðan og framsækinn bíl og Audi A8. Hann ber með sér nýjan hönnunarstíl, nýja notkunarhætti og nýtt gæðastig. Nýr Audi A8 veitir innsýn í framtíð lúxusbílanna.
Sportlega hliðin: Útlínurnar endurspegla sterklegan tveggja dyra yfirbyggðan bíl þar sem fram- og afturhjólin eru í hárréttum hlutföllum, í anda quattro.
Með Audi 8 hefst nýr kafli í hönnunarsögunni þar sem þær væntingar sem fyrri hönnun Audi hefur gefið eru uppfylltar.
Fyrsta upplifun af bílnum er mjög áþreifanleg: Þægilegur dyrabúnaður þar sem auðveldara er en áður að eiga við hurðahúnana.
Sóllúgan í þakinu er sjónarmun stærri en í eldri gerðinni og veitir farþegum notalega birtu.
Mjög plássgóður: Audi A8 veitir farþegum þau þægindi sem þeir eiga skilið.
Marglitir fletir og þægileg lýsing eru fyllilega í samræmi við hönnun innanrýmisins og auka á gæði þess.
Fótanudd, baknudd í hituðum og loftkældum hvíldarsætum, tvíniðurfellanlegt borð, og meira að segja sérhitastilling fyrir þitt svæði í bílnum – allt þetta bíður þín í nýjum A8.
Farþegarýmið aftur í veitir hámarksþægindi. Farþegar í nýjum Audi A8 njóta ríkulegra pláss en áður eru dæmi um. Eiginleikum á borð við þægilega lýsingu, ný háskerpu Matrix-lesljós og sætanudd er öllum stýrt frá þínu eigin stjórnborði.
Aftursætisfjarstýring (Rear Seat Remote): Mikilvægum stillingum og miðlum er stýrt í gegnum færanlegan 5,7 tommu snertiskjá með OLED tækni.
Einfaldur glæsileiki og langar línur einkenna innanrýmið. Hágæðaefni og hárnákvæmar stafrænar stillingar fara hér saman. 10,1 tommu snertiskjár er meginhluti stjórnbúnaðarins, með svartri klæðningu sem passar fullkomlega við svart, háglansandi mælaborðið.
Fjölbreytni ríkir hvarvetna: Snertiskjáirnir í Audi A8 bregðast ekki bara við hreyfingum eins og að strjúka og pikka, heldur veita þeir líka mjög nákvæmt snerti- og hljóðviðbragð.
Hugvitsamleg tækni og einstakir notkunarmöguleikar.
Nýir notkunarmöguleikar eru meðal annars eðlileg tungumálastýring. Ökumaður getur auðveldlega orðað sínar fyrirskipanir. Þar sem þess er þörf spyr samtalsstjóri spurninga, gefur kost á leiðréttingum, nefnir möguleika og það má líka grípa frammi í fyrir honum.
Snertskjáir á borð við MMI touch response koma í staðinn fyrir hefðbundna stýrihnappa og rofa. Þessi meðvitaða fækkun á tökkum og hnöppum veitir nýja upplifun af stjórntækjunum. Valmyndin er eins og í nútímalegum snjallsíma.
Símboxið í Audi með þráðlausri virkni og LTE móttökugæðum færir símanotkun í bíl upp á nýtt stig hvað varðar gæði hljóðs og tenginga.
23 hátalarar eru nákvæmlega samhæfðir og fá 1.920 vatta afl úr Bang & Olufsen Advanced Sound System hljóðkerfinu. Þannig verður A8 upplifun fyrir öll skynfæri.
Fágæt og ekta áklæði sem framleidd eru eftir háum stöðlum gera innanrýmið í Audi 8 í senn einfalt og án málamiðlana.
Audi gerir drauma þína að veruleika. Veldu þér áklæði eftir þínum persónuleika og smekk, úrval af leðuráklæðum og alcantara í mismunandi litum; skrautlistar, úrval af lakki á ytra byrðið og margt fleira.
OLED afturljós á nýjum Audi A8 eru næsta skrefið í þróun ljósatækni. Fyrir utan þokkafullt útlit eykur þessi ljósatækni öryggi með því að veita betra útsýni í þoku og vondu veðri.
Þetta er tilkomumikill lúxusbíll, ekki síst vegna lengdarinnar sem er upp á 5,17 metra. Hliðarsvipurinn er mjög spennandi með uppréttri framhlið og dálítið slútandi afturhlið.
Glæsileiki í nýju ljósi
Marglita fletir og þægileg lýsing gera innanrýmið að augnayndi. Hönnun innanrýmisins einkennist af hágæðum.
virknimöguleika
er hægt að sérsníða
aðstoðarkerfi ökumanns
tegundir
af efnum og litum