Audi e-tron Sportback concept > tron > Audi á Íslandi
  • stage_exterior_front.jpg

Audi e-tron Sportback concept

Hlaðinn tilfinningum

Heimurinn er að breytast - og ferðamátinn líka. Leyfðu þér að hrífast með og upplifa framsæknar samgöngur morgundagsins því með tilkomu e-tron er rafrænn ferðamáti ekki aðeins sjálfbær – heldur óviðjafnanleg upplifun. E-tron er knúinn rafmagni og hlaðinn spennandi hönnun, hrífandi akstursupplifun og nýstárlegri tækni sem veitir þér því sem næst ótakmarkað frelsi. Vertu hluti af þróuninni okkar í dag - með Audi e-tron Sportback hugmyndinni.

Gallery
Download alle
00:00 | 00:00
1920x1080_170912_Audi_etron_Sportback_concept_Top_Heck_Neu.jpg
1920x1080_170912_Audi_etron_Sportback_concept_Top_Heck_Neu.jpg
  • Der Audi e-tron Sportback concept und der Audi e-tron quattro concept.

  • Der Audi e-tron Sportback concept und der Audi e-tron quattro concept.

Tölurnar

Hröðun
frá 0 til 100 km/h

4.5

sek.

Drægni
allt að

500

km.

Afköst
allt að

320

kW

Hlaðinn þægindum.

Audi e-tron Sportback hugmyndin felur í sér samhjálp rafvæðingar og hversdagslegrar hagkvæmni. Þökk sé 4,5 sekúndna hröðun frá 0 og upp í 100 km / klst ásamt allt að 320 kW afköstum (jafnvel 370 kW með „bústi“), sameinar hann sportlegan akstur, mikil þægindi og allt að 500 kílómetra drægni. Hannaður fyrir daglegt líf – og allt umfram það.

Framtíðarsýn e-tron er ekki aðeins heillandi hugmynd heldur ber útlitið einnig með sér einstakan sjarma. Heildarhugmyndin að baki Audi e-tron Sportback er stórbrotið, rafknúið ökutæki sem vekur hrifningu með einstaklega sportlegum útlínum, breiðum yfirborðsflötum og flötum línum á afturhluta. Upplýstir hringir og ytri sýndarspeglar auka enn á áhrifin. Útlitið er kraftmikið og jafnframt glæsilegt. Innréttingarnar heilla með nýstárlegri lakkáferð sem ljómar og skapar þannig sérlega spennandi áherslur.

Snjöll hönnun.

Ljósatækni Audi e-tron Sportback heildarhugmyndarinnar vísar veginn inn í kraftmikla og snjalla framtíð Audi. Til að mynda mun afturljósunum, með aðstoð stafrænna hreyfimynda, verða gert það kleift í framtíðinni að birta mun nákvæmari myndir af ökutækjunum fyrir aftan. Að auki munu fram- og afturljósin geta varpað viðbótarupplýsingum á veginn. Fyrir ökutæki fyrir aftan tryggir þetta enn meira öryggi, til dæmis með því að gera það augljósara þegar hemlunarferlið fer af stað. Fyrir framan ökutækið verður hægt að auka öryggi gangandi vegfarenda með því að miðla því með ökumanninum að gangbraut sé framundan.

List með ljósum.

Með nýstárlegum áhrifum lýsingar vekur Audi hugmyndabílinn til lífsins. Audi e-tron Sportback heildarhugmyndin teygir ljósmerkin út á akbrautina og breytir þannig veginum í svið. Þannig tryggir hann enn meira öryggi.

Meira

Það er kominn tími á sjálfbærar samgöngur.

Tækninýjungar Audi sem knýja ökutæki áfram með óhefðbundnari leiðum gefa fyrirheit um spennandi framtíð án málamiðlana. Rafknúin akstursánægja er tryggð og það á í sér í lagi við um e-tron. Heildarhugmyndin að baki Audi e-tron Sportback ber alrafdrifinni framtíð góð vitni en nú þegar býður Audi breitt úrval vistvænna ökutækja. Audi Q7 e-tron quattro *, fyrsti tengiltvinnbíllinn með quattro-drifi, hefur slegið í gegn fyrir einstök afköst og lengstu drægnina í sínum flokki. Fólksbíllinn Audi A3 Sportback e-tron sameinar styrk rafknúinnar aflrásar og kosti brunavélarinnar. Rafknúinn akstur og mikil drægni hentar fullkomlega í daglegum akstri - þökk sé öflugum 4 strokka vélum.