• A4 Avant
  A4 Avant

  Fuel consumption, combined: 6.7–3.8 l/100 km

  CO2 emissions, combined: STD: 150–104 g/km | STD: 150–104 g/km | STD: 150–104 g/km

 • A4 Avant g-tron
  A4 Avant g-tron

  Fuel consumption, combined: 6.5–5.5 l/100 km

 • A4 allroad quattro
  A4 allroad quattro

  Fuel consumption, combined: 6.8–4.9 l/100 km

  CO2 emissions, combined: STD: 153–128 g/km | STD: 153–128 g/km | STD: 153–128 g/km

 • SQ5 TDI
  SQ5 TDI

  Fuel consumption, combined: 7.0–5.0 l/100 km

  CO2 emissions, combined: STD: 189 g/km | STD: 189 g/km | STD: 189 g/km

 • Q5 TFSI e
  Q5 TFSI e

  Fuel consumption, combined: 2.4–2.0 l/100km

  CO2 emissions, combined: 54–46 g/km

 • Q7 TFSI e
  Q7 TFSI e

  Fuel consumption, combined: 3.0–2.8 l/100km

  CO2 emissions, combined: 69–64 g/km

 • SQ7 TDI
  SQ7 TDI

  Fuel consumption, combined: 7.6–7.2 l/100km

 • TT Roadster
  TT Roadster

  Fuel consumption, combined: 6.9–4.7 l/100 km

  CO2 emissions, combined: STD: 158–129 g/km | STD: 158–129 g/km | STD: 158–129 g/km

A7 Sportback > a7 > Audi á Íslandi
 • stage_exterior_front.jpg

A7 Sportback

Fjórir hringir. Skýr lína.
Audi A7 Sportback.

Sérstakur og auðþekkjanlegur, A7. Audi A7 Sportback er fulltrúi fyrir byltingarkennda hönnun Audi sem jafnframt endurspeglar skyldleikann við quattro. Þetta kemur meðal annars fram í einstakri hönnun ljósanna, uppréttri framhlið, rammanum utan um grillið, hliðarútlínunum sem minna á tveggja sæta sportbíl og listrænni afturhliðinni. Sönnun þess að hægt er að vera sjálfum sér trúr þó að maður umbreytist.

Download alle
00:00 | 00:00
 • Kraftmikill í sínu fegursta formi: Víðir fletir, skarpar brúnir og sterklegar línur einkenna framsækna hönnun A7 Sportback.

 • Útlínur í anda tveggja dyra sportbílsins, ríkulegt pláss og framúrstefnuleg fjölbreytni – allir þessir eftirsóknarverðu eiginleikar sameinast í A7 Sportback sem hentar jafnt í viðskiptaferðalög sem í fríið.

 • Langt hjólhaf, stutt skyggni. Hliðarlínur A7 Sportback einkennast af spennu og þrótti. Hönnun hjólanna dregur fram skyldleikann við quattro.

 • Langur afturhlerinn endar í boga utan um vindskeið sem framlengist rafrænt við hraðann 120 km/klst. Flöt ljósalína tengir saman afturljósin og dregur fram viðbótareiginleika.

 • Ytri hönnun A7 Sportback endurspeglar nýja hönnun Audi sem kynnt er í Prologue rannsókninni. Eitt helsta einkenni hennar er sérstök hönnun ljósanna.

 • Tímamótahönnun fyrir kynslóð frumkvöðla: Audi A7 Sportback sameinar framsækni, virðuleika og tækniþróun með framtíðarlegri nálgun.

 • S-hönnunarpakkinn (S-specific) fyrir ytra útlit bílsins gerir hann mjög sportlegan, t.d. fram- og afturstuðararnir og hliðarlistarnir sem eru ýmist samlitir bílnum eða lakkaðir í Tango rauðum lit.

 • Framstuðarinn úr S-hönnunarpakkanum og köflótta mynstrið úr sama pakka. Loftinntökin á hliðunum í möttu Titanium svörtu. S-hönnunarpakkinn.

 • Sportleg útkoma: Afturstuðarinn úr S-hönnunarpakkanum og köflótta mynstrið úr sama pakka. Vindskeið í möttu Titanium svörtu.

 • Innanrýmið í A7 Sportback: Aukið pláss og þægilegri sæti. Innra rýmið er 21 mm stærra en í eldri gerðum og veitir meira fótarými, sérstaklega í aftursætum. Jafnframt fá farþegar aukið höfuðrými.

 • Þægilegt, vinalegt andrúmsloft, birta og gott rými. Útsýnisþak er valbúnaður og eykur gegnsæi.

 • Matt og gljáandi sameinast í sportlegu: Hurðaplötur eru úr dökku, möttu og burstuðu áli, mælaborð og miðstokkur eru römmuð inn í skábrúnirnar með gláandi áláferð. Fáanlegur með S-hönnunarpakkanum.

 • Sportlegur: Hurðalistar úr áli, upplýstir á framhlið og afturhlið, með S-merkinu að framan, fáanlegir með S-hönnunarpakkanum.

 • Útlitspakkar Audi gera þér kleift að velja úr smekklegu úrvali einstakra efna og lita fyrir innanrýmið. Til dæmis hágæða viðarinnfellingar í náttúrulega gráum lit (Agata Grey) og aðrir hlutar í innanrými úr gervileðri og saumar í stálgráu.

 • Fáanlegt sem valbúnaður með úrvali af Audi-hönnuðum hlutum: Framsæti í götuðu Valcona-leðri með saumum í Agata gráu.

 • Hágæða handfrjáls búnaður. Þægilegar tengingar í gegnum USB-tengi eða með þráðlausri hleðslu sem valbúnaði (Qi staðall). Allt smekklega fellt inn í innanrýmið. Audi símbox er valbúnaður og hentar vel sem geymsla fyrir snjallsímann þinn.

 • Tuttugu tommu, fimm arma álfelgur með V-hönnun gefa bílnum flott yfirbragð.

 • Þú setur þinn svip á bílinn: Gerðu þinn A7 Sportback einstakan með valinni hönnun, lituðu leðri og lakki þar sem þú velur úr miklu úrvali lita. Hjá Audi er allt mögulegt.

Nýtt frelsi

Þú upplifir ríkulegt pláss og aukin gæði. Útsýnisþak er valbúnaður og veitir 60% meira útsýni og baðar innanrýmið í dagsbirtu. Þegar útsýnisþakinu er lokað veitir sólhlífin 100% vörn fyrir sólarljósi. Hægt er að laga hitann í innanrýminu þægilega að birtunni sem kemur í gegnum útsýnisþakið með rafstýrðum hætti.

Meira pláss

Plássið er orðið ríkulegra. Meira pláss og aukin þægindi í aftursætunum án þess að það bitni á farangursrýminu. Hiti í fram- og aftursætum er valbúnaður. Nákvæmni og hágæði í öllu handbragði.

Láttu þinn stíl njóta sín

Marglitur og fullstýranlegur ljósapakki er valbúnaður sem lagar innanrýmið að ímyndunarafli þínu og persónuleika. Nákvæmir ljósþræðir undirstrika útlínur og gera mælaborðið meira áberandi; ennfremur gera þeir inngöngu og útgöngu úr bílnum þægilegri í myrkri.

Meira um innanrýmið
Meira um notkunarmöguleikana

Stafrænt stillt lýsing

HD Matrix LED ljóskastarana er hægt að panta en þeir endurspegla nýja ljósahönnun í A7 og stafrænan veruleika: 12 ljóshlutar eru staðsettir til hliðanna og eru aðskildir hver frá öðrum með örlitlu bili. Þeir tengjast lögmálum talnanna 0 og 1.

Meira um aðalljósin
Meira um það sem við mælum með
Tæknilýsing A7 Sportback

39

Aðstoðarkerfi ökumanns

400

Sérsniðnar stillingar

535

l

Pláss í farangursrými

Stíll nýrrar kynslóðar

Nýr A7 Sportback er sportlegur og glæsilegur, hann er fulltrúi nýs stíl og tilheyrir framúrstefnunni í bílahönnun. Skarpar línur og hliðarsvipurinn ber keim af tveggja dyra sportbíl. Aðalljós með A7 áletrun undirstrika framsækið ytra útlit bílsins. Frá A-stafnum aftan á bílnum flæðir þakið eins og dómkirkjuþak yfir hraustlega yfirbyggingu bílsins og rennur inn í heillandi afturhliðina með langri LED ljósalínu. Einstakt útlit sem heillar þó að bíllinn sé kyrrstæður.