Audi A5 Sportback sameinar hönnun blæjubílsins og virkni Avant. Kraftmiklar flæðandi útlínur og bylgjulögun axlarlínunnar gefur honum fagurt yfirbragð. Í fimm dyra gerðinni er ný fjöðrun, krafmikið knúningsafl og upplýsinga- og afþreyingarkerfi, ásamt tengimöguleikum.
Sjáðu allar myndir og myndbönd af A5 Sportback
MeiraSjö árum eftir hugmyndina um A5 Sportback er ný útgáfa tilbúin til að hleypa af stokkunum. Í samanburði við eldri gerðir hefur staðalbúnaðurinn einnig verið uppfærður fyrir staðalgerðina: Þar á meðal eru xenon aðalljós með LED dagljósabúnaði og LED afturljós, Audi MMI Radio plus með sjö tommu litaskjá, 3ja arma fjölnota leðurstýri, Audi drive select akstursstillingaval og aðstoðarkerfið Audi pre sense city.