Spurt og svarað

Hvaða áhrif hefur þessi staða?

Virkni og öryggi bifreiðarinnar er óskert.

Á prófunarbekknum var notaður hugbúnaður sem bestar útblástur köfnunarefnisoxíðs.

Er öryggi bifreiðarinnar ógnað?

Nei.

Hvað nákvæmlega þarf að laga í bílnum?

Tæknilegar ráðstafanir eru nú í undirbúningi og það ferli er í algerum forgangi. 

Í flestum tilfellum mun að öllum líkindum nægja að uppfæra hugbúnaðinn í bifreiðinni.

Er nauðsynlegt að panta tíma á verkstæði?

Haft verður samband um leið og tæknileg lausn er tiltæk.

Fer viðgerðin fram án endurgjalds?

Já, Audi mun standa straum af kostnaði við viðgerð.

Við hvern get ég rætt ef fleiri spurningar vakna?

Þér er velkomið að senda tölvupóst á netfangið upplysingar@hekla.is og haft verður samband við þig eins fljótt og auðið er.