Kæri viðskiptavinur Audi

Þessa dagana er í samvinnu við Volkswagen AG verið að undirbúa aðgerðir til leiðréttingar á útblástursinnihaldi þeirra bíla sem frávik hafa komið upp með. Unnið er með Neytendastofu og Samgöngustofu varðandi framkvæmd innköllunar umræddra bíla. 

Verkefninu verður skipt upp í tímabil eftir vélargerðum og er framgangi þess er stjórnað af Volkswagen AG. Byrjað verður á innköllunum í marsmánuði 2016 á bílum með vélum sem eru með 2ja lítra rúmtak. Næsti verkhluti sem snýr að vélum með 1,2 lítra rúmtak hefst í júnímánuði og sá síðasti hefst í byrjun október og snýr þá að vélum með 1,6 lítra rúmtak.

Að uppfærslu lokinni samræmast bílarnir þeim kröfum sem í gildi eru gagnvart útblástursinnihaldi. Ekki verður um neina breytingu á eldsneytisnotkun, CO2 innihaldi útblásturs, né á afköstum vélanna. 

Lesa nánar á hekla.is

Til að komast að því hvort þessi hugbúnaður sé í þínu ökutæki geturðu notað leitina hér að neðan.

Ef nánari spurningar vakna má senda fyrirspurn á netfangið: upplysingar@hekla.is.

Spurt og svarað

Upplýsingar