5 ára ábyrgð á öllum fólksbílum frá Heklu

Frá og með 1. október fylgir 5 ára ábyrgð öllum nýjum fólksbílum frá Heklu. Ábyrgðin gildir fyrir fólksbíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi.

„Þjónusta við viðskiptavini er okkur einkar hugleikin og aukin ábyrgð á fólksbílum er liður í því að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. „Við innleiddum þessa ábyrgð hjá Mitsubishi fyrir rúmu ári og Audi í upphafi árs við mikla ánægju viðskiptavina. Nú hefur opnast sá möguleiki frá framleiðendum að bjóða einnig uppá 5 ára ábyrgð fyrir aðra fólksbíla frá Heklu. Við tilkynnum því í dag með mikilli ánægju að 5 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum fólksbílum frá Heklu frá og með 1. október 2016.“

Til þess að viðhalda ábyrgð bifreiðarinnar er kaupanda skylt að færa hana reglulega til þjónustueftirlits hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Í þjónustuhandbókum vörumerkja Heklu og ábyrgðarskilmálum er að finna greinargóða lýsingu á fimm ára ábyrgðinni.

Ábyrgðarskilmála alla merkja HEKLU má lesa á heimasíðu okkar hér.

Til baka