Meiri akstursánægja

Meira veggrip

30 ár af quattro® þýða 30 ár af Vorsprung durch Technik – Forskot með tækni. Frá hinum goðsagnakennda „Ur-quattro“ og fjölmörgum sigrum í aksturskeppnum með síðustu kynslóðum quattro, t.d. quattro með miðlægu crowngear mismunadrifi og togstýringu (torque vectoring) og með sport-mismunadrifi: Sítengt quattro fjórhjóladrif er fæddur sigurvegari – og heldur kerfisbundið áfram að skrifa sína sigursögu.

Nafnið quattro merkir meiri akstursánægju með auknu veggripi. Sölurök sem hafa sannfært þúsundir og fleiri þúsundir ökumanna um allan heim. Frá árunum 1980 til 2013 framleiddi Audi í kringum 5 milljónir bíla með quattro-drifinu. Með núverandi úrvali bílgerða er quattro-tæknin mjög útbreidd. Þetta gerir Audi að árangursríkasta framleiðanda hágæðabíla með sítengdu fjórhjóladrifi.

Árið 2010 völdu lesendur „Auto Bild allrad“* tvær gerðir af Audi sem fjórahjóladrifsbíl ársins. Audi A4 quattro og Audi A8 quattro. Þetta var í fimmta sinn í röð sem þessi virtu verðlaun féllu Audi í skaut. Þessi kosning sannar klárlega eitt: Quattro-tæknin í dag er betri og framsæknari en nokkru sinni fyrr.

* Auto Bild allrad, 06/2010, bls. 42